Barnamyndir
Þegar um er að ræða ungbörn er mjög mikilvægt að koma á þeim tíma sem barnið er best upplagt fyrir hádegi eða strax eftir hádegislúrinn. Það er mikilvægt að börn séu úthvíld og södd því mælum við ekki með myndatöku seinnipartinn eftir skóla því þá eru börn yfirleitt orðin þreytt.
Ungbarnamyndatöku er best að koma í innan 10 daga frá fæðingu og getur ljósmyndarinn komið heim til þín og myndað barnið þar.
Í barnamyndatöku er gott að vera velja hentug föt sem koma vel út í myndatökunni. Við getum aðstoðað og gefi’ ráðleggingar hvað það varðar. Komdu í heimsókn, hringdu eða sendu tölvupóst og við förum yfir það saman hvernig myndir þig langar mest í, hvernig bakgrunn og vinnum út frá því.
Fyrir barnamyndir er tildæmis flott að hafa ullarbol, hlýrabol, blúndubuxur, blúndukjólinn, smekkbuxur, hatta og skrautlegar húfur, stígvélin, háhæluðu skóna hennar mömmu og gamla perlufesti, silkiblóm, og armbandið, bangsann eða dúkku og litríkt teppi.
Á ljósmyndastofunni er til alls konar hlutirs svo sem bangsar, vagnar, bílar og fleira sem þér er velkomið að nýta þér í myndatökunni.
Tásumyndir á blejunni eru oft sætastar og barnið sjálft er mesta skrautið ekki gleyma því.
Á sumrin elska börn að leika og þá er í boði að setja upp leiksvið úti í skógi eða í garðinum þínum. Myndataka úti kostar ekkert aukalega nema þú viljir bæði myndatöku úti og á ljósmyndastofunni þá eru það 6000 kr aukalega.
Hver myndataka tekur um klukkutíma en fer allt eftir hverju barni og stærð á myndatöku sem þú velur.
(Ef þú kemur í 10 stk myndir í albumi skiptir barnið um föt ca: 3-4 sinnum.)
Fermingarmyndir
Fermingarmyndatökur þarf að panta með góðum fyrirvara til dæmis um leið og búið er að kaupa fermingarfötin,
Sniðugt er að taka myndirnar sama dag og stelpurnar (og strákarnir þegar við á) fara í prufugreiðsluna. Hægt er að taka myndir með greiðslu og án.
Til að hægt sé að hafa myndirnar til sýnis í fermingarveislunni þarf að koma þremur vikum fyrir fermingardaginn.
Takið með fullt af aukafötum, íþóttafötin og allt sem því fylgir, hljóðfærið, hversdagsfötin, gæludýrið, eða jafnvel besta vininn með í myndatökuna. Fermingarbörn eru best í að velja sjálf hvað þau vilja hafa með sér þetta er jú þeirra dagur og ef við fáum gleðiglampann í augun er ljósmyndarinn og allir sáttir.
Fermingarmyndataka tekur rúmlega 1– 2 klst fer eftir fjölda mynda og ljósmyndarinn hættir ekki fyrr en hann er sáttur með árangurinn.
Ef taka á fjölskyldumyndir og systkinamyndir þá er gaman að hafa alla í stíl tildæmis í ljósum eða dökkum litum. Eins hafa lopapeysur komið mjög skemmtilega út.
Útskriftarmyndir
Útskriftarmyndatökur þarf að panta fyrir útskriftardaginn sjálfan eða annan dag sem hentar betur.
Oft er tíminn naumur á deginum sjálfum og þá er gott að koma einhvern annan dag í meiri ró.
Mjög fallegt er að taka útimyndir, það kostar ekkert aukalega, eins er vinsælt er að taka fjölskyldumyndir á þessum degi.
Brúðarmyndataka
Brúðarmyndir eitt af því dýrmætasta úr brúðkaupinu því þær sitja eftir ásamt sætri minningu.
Gott er að vera búinn að kynna sér ljósmyndarann vel og hvað hann hefur uppá að bjóða, ekki treysta eingöngu á áhugaljósmyndarann í fjölskyldunni til að taka allar myndirnar það er allt of áhættusamt á svona mikilvægri stundu.
Þetta er sá peningur sem á ekki á að spara við brúðkaupið því það skilar sér margfalt að hafa fagmann á staðnum. Stundum klæða brúðhjón sig aftur upp eftir brúðkaupsdaginn sjálfan til að koma í myndatöku og við mælum með því í stað þess að sleppa myndatökunni alveg en þá ætti að koma eins fljótt eftir brúðkaupsdaginn og hægt er, líka ef fólk hefur fengið til dæmis fengið ævintýramynd í brúðkaupsgjöf.
Ævintýralegar ljósmyndir
Hjá Krissy ljósmyndastúdíói er boðið upp myndatökur í ævintýralegu umhverfi sem er samstarfsverkefni Kristínar Þorgeirsdóttur ljósmyndara og Elsu Nilsen listakonu og grafísks hönnuðar. Hver grunnur er notaður þrjátíu sinnum og eru myndirnar númeraður.
Fjölskyldumyndataka
Þegar taka á stórfjölskyldumynd, fjölskyldumyndir og systkinamyndir þá er fallegt að hafa alla í stíl, í ljósum eða dökkum litum og lopapeysur hafa komið mjög skemmtilega út. Fallegt er að mynda fjölskyldur úti og er stórfjölskyldan kemur saman er um að gera að fá ljósmyndarnn á staðinn.
Passamyndatökur
Passamyndir er hægt að fá sendar stax að myndatöku lokinni í tölvupósti.
Gott að eiga fallega mynd af sér og ljósmyndarinn hættir ekki að mynda fyrr en þú ert sáttur við myndina þína.
Ein mynd
Hægt er að koma og fá eina mynd sem er upplagt fyrir boðskort og jólakort.
Nauðsynlegt er að panta í slíka myndatöku þó hún taki stuttan tíma.