Um mig

Kristín Þorgeirsdóttir eða Krissý eins og hún er oft kölluð hefur rekið Krissy ljósmyndastúdíó frá því 2007.

Krissý lauk sveinsprófi sem ljósmyndari 1993 í Reykjavík og BA prófi sem listaljósmyndari frá Arizona State University árið 2000.

Strax að loknu sveinsprófi hóf Krissý störf hjá Kópavogsbæ sem ljósmyndari, hún starfaði þar einnig um tíma eftir nám eða til 2007.

Einnig hefur hún lokið stjórnunarnámi frá IMPRU og tekið þátt í samsýningum hér- og erlendis.

Greinar

 

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2018/03/27/vinsaelast_ad_fara_ut_fyrir_studioid/

Krist­ín Þor­geirs­dótt­ir ljós­mynd­ari er einn vin­sæl­asti ljós­mynd­ari lands­ins þegar kem­ur að ferm­ing­um. Hún bend­ir á að ferm­ing­ar­árið sé fal­legt ár, að börn­in breyt­ist mikið á þessu ferm­ing­ar­ári, frá barni í ung­ling. Þess vegna sé svo mik­il­vægt að staldra við og taka fal­lega ljós­mynd af þeim.

Krist­ín lærði ljós­mynd­un í Tækni­skól­an­um sem aug­lýs­inga- og iðnaðarljós­mynd­ari árið 1994. Seinna sótti hún BA-gráðu í List­a­ljós­mynd­un í ASU Arizona árið 2000. Krist­ín Hún hef­ur verið sjálf­stætt starf­andi ljós­mynd­ari frá 2006 og er mest að mynda ferm­ing­ar og ný­fædd börn.Hún er einnig dug­leg að sækja nám­skeið með virt­um ljós­mynd­ur­um.

Að mati Krist­ín­ar þarf að huga að nokkr­um atriðum þegar kem­ur að ferm­ing­ar­mynda­tök­unni. „Per­sónu­lega finnst mér mestu máli skipta að hlusta vel eft­ir því hvað ferm­ing­ar­barnið vill fá út úr mynda­tök­unni. Þannig að ég geti látið drauma þess ráða.“

Krist­ín pass­ar að gefa viðfangs­efn­inu sínu rúm­an tíma, svo ferm­ing­ar­barnið kynn­ist henni og geti verið það sjálft í mynda­tök­unni.

„Það skipt­ir mig máli er að ná fram karakt­er hvers og eins í mynda­tök­unni, hlusta vel á ferm­ing­ar­barnið og mæta ósk­um þess.“

Af­slappaðar mynd­ir vin­sæl­ar

Hvað er í tísku um þess­ar mund­ir þegar kem­ur að ferm­ing­ar­mynda­töku?

„Um þess­ar mund­ir er í tísku að mynda á vett­vangi eins og maður kall­ar það, þ.e.a.s. úti í nátt­úr­unni eða á fal­leg­um stöðum í borg­inni. Í raun sem lengst frá stúd­íó­inu, í nátt­úru­legri birtu þar sem maður get­ur náð af­slöppuðum eðli­leg­um mynd­um. Ég fer oft með hvern og einn á 2-3 staði í mynda­tök­unni. Þá náum við meiri breidd í mynda­tök­unni sem ger­ir mynd­irn­ar fjöl­breytt­ar og skemmti­leg­ar.“

vað ber að forðast?

„Að hlusta ekki á ósk­ir ferm­ing­ar­barns­ins og gera bara eitt­hvað. Ég hef ekki trú á óskipu­lögðum mynda­tök­um, sem eru til­vilj­un­ar­kennd­ar. Ég verð að vita að ég sé að mæta vænt­ing­um barns­ins og fái þannig fram gleðiglamp­ann í aug­un á því.“

Skipu­lagið mik­il­vægt

Hvaða ráð gef­ur þú for­eldr­um sem lang­ar í skemmti­leg­ar minn­ing­ar frá þess­um degi í ljós­mynd?

„Að fara vel yfir hvernig mynd­ir þá lang­ar mest að eiga og passa að hafa ferm­ing­ar­barnið með í ráðum við að skipu­leggja mynda­tök­una og velja sér ljós­mynd­ara.“

Áttu sögu af skemmti­legri mynda­töku?

„Hver ein­asta mynda­taka er æv­in­týri og skemmti­leg­heit, svo ég gæti ekki sagt frá einni, ég þyrfti að segja frá öll­um! Ég elska svo mikið það sem ég geri og er ótrú­lega þakk­lát fyr­ir hvern og einn sem vel­ur að koma til mín í mynda­töku.“

Að lok­um bend­ir Krist­ín á hvað ferm­ing­ar­árið sé fal­legt ár, börn­in breyt­ast mikið á þessu ferm­ing­ar­ári, frá barni í ung­ling. „Þess vegna er svo mik­il­vægt að staldra við og taka fal­lega ljós­mynd af þeim.“

 

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1371469/

Krissy ljosmyndari