Kristín Þorgeirsdóttir eða Krissý eins og hún kallar sig hefur rekið Krissy ljósmyndastúdíó frá því 2007.
Krissý lauk sveinsprófi sem ljósmyndari 1993 í Reykjavík og BA prófi sem listaljósmyndari frá Arizona State University árið 2000.
Strax að loknu sveinsprófi hóf Krissý störf hjá Kópavogsbæ sem ljósmyndari og myndaði alla viðburði í bænum, 17. júní hátíðarhöld, opnanir sýninga, byggingu húsa og tónleika svo fátt sé nefnt.
Einnig hefur hún lokið stjórnunarnámi frá IMPRU og tekið þátt í samsýningum hér- og erlendis.